Hvað eru fínhreyfingar og afhverju þurfum við að huga að þeim?

Við notum fínhreyfingar í daglegu lífi og það er mikilvægt að huga að fínhreyfingum og þroska þeirra hjá börnum. Fínhreyfingar eru fínlegar, litlar hreyfingar sem við notum hendur og fingur í. Dæmi um fínhreyfingar er til dæmis að hneppa, reima skó, klippa, mála og fleira. Fínhreyfingar eru mikilvægar í daglegu lífi bæði til skemmtunar og sjálfsumhirðu.

Það er tilvalið að efla fínhreyfingar barna í gegnum leik með allskyns þroskaleikföngum! Næstu fimmtudaga ætlum við að nýta fimmtudags fróðleikinn til þess að tilgreina hvaða leikföng geta stuðlað að bættum fínhreyfingum hjá hvaða aldri!

Afhverju er mikilvægt að efla fínhreyfingar barna?

  1. Sköpunarkraftur: Fínhreyfingar hjálpa börnum oft að tjá sig í gegnum sköpun, Til dæmis með því að mála eða lita mynd, skrifa sögu eða ljóð, sauma eða annað sinna öðru handverki.

  2. Sjálfstæði: Með því að efla fínhreyfingar geta börn sinnt daglegum verkefnum eins og að klæða sig, borða og sinna sjálfsumhirðu.

  3. Samhæfing: Þær hjálpa börnum að þróa betri samhæfingu milli augna og handa.

Leikur kennir börnum svo margt og okkur þykir fátt skemmtilegra en að sjá börn þroskast og dafna í gegnum leik. Þið, fullorðnu einstaklingarnir hafið tækifæri til þess að velja góð, þroskandi leikföng fyrir börnin okkar og getið haft gífurleg áhrif á hvaða og hvernig leikföng barnið ykkar leikur með. Með að hvetja börn til leiks erum við að leggja mikilvæga grunn að mikilvægri færni sem mun nýtast þeim í framtíðinni!