Little Dutch
Little Dutch er hollenskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur unnið til margra verðlauna fyrir hönnun sína og notagildi. Þau hafa hlotið hvað mest lof fyrir tréleikföngin sín sem eru með eindæmum falleg og endingargóð. Little Dutch býður upp á fjölbreytt úrval leikfanga en má þá meðal annars nefna mikið úrval leikfanga fyrir hlutverkaleik, púsl, spil, þroskaleikföng og fleira.
