Playroom.is er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu Kristófers Skúla og Rakelar Jönu. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fórum að lesa okkur til um uppeldisaðferðir og þroska barna. Við áttuðum okkur fljótlega á því hvaða stefnu við vildum fara og hversu lítið úrvalið var af opnum efnivið fyrir börnin sem væri jafnframt sem náttúrulegastur. Við gerðum samning við Just Blocks, lítið fjölskyldufyrirtæki í Póllandi sem framleiðir dásamlega fallega viðarkubba, akkúrat það sem við vorum að leita að! Eftirspurnin leyndi sér ekki og netverslunin okkar hefur blómstrað síðan! Í dag erum við umboðsaðili á Íslandi fyrir Just Blocks viðarkubbana, Kinderfeets og SumBlox. Hér má lesa nánar um Kinderfeets og SumBlox.