Playroom.is er lítið fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var 2019 af Kristóferi Skúla og Rakeli Jönu. Lögðu þau upp með að flytja inn opinn efnivið fyrir börn sem jafnframt væri sem náttúrulegastur. Hófu þau samstarf við Just Blocks, lítið fjölskyldufyrirtæki í Póllandi sem framleiðir frábæra viðarkubba. Með tímanum dafnaði svo verslunin undir þeirra handleiðslu.

Í byrjun árs 2023 tóku hjónin Bjarki og Halla Helga við rekstrinum á Playroom.is. Halla Helga er menntaður kennari og hefur því ekki langt að sækja ástríðuna fyrir því að færa börnum efnivið og leikföng sem bjóða upp á ýmis tækifæri til sköpunar og þroska. 

Í dag erum við umboðsaðili á Íslandi fyrir Just Blocks viðarkubbana, Kinderfeets, HoppstarSumBlox, Leosun sólgleraugun og Kiddikutter hnífana. Hér má lesa nánar um Kinderfeets og SumBlox.