SumBlox kubbarnir eru nýstárleg leið til að æfa og læra stærðfræði, á sjónrænan hátt og í gegnum leik. SumBlox eru tölustafir úr gegnheilum við, hannaðir til að þróa talnaskilning og gera stærðfræðinámið aðgengilegt, skemmtilegt og spennandi. Með því að handleika tölustafina og sjá og finna út stærð þeirra í samanburði við aðrar tölur verður námið að leik.

Að læra að telja, að leggja saman, draga frá og margfalda verður allt léttara þegar það er hægt að vinna með tölurnar með fallegum en jafnframt afar gagnlegum kubbum til að sjá niðurstöðuna. Með því að nota kubbana bæta börnin að auki fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa.

Kubbarnir henta vel í einstaklingsvinnu þar sem börnin fá tilfinningu fyrir stærðum og því hvernig hægt er að nota kubbana, en þeir bjóða einnig upp á samvinnu þar sem glímt er við flóknari hugtök og verkefni. Í raun eru möguleikarnir á að nota kubbana óþrjótandi, einu hömlurnar er ímyndunarafl okkar og barnanna. 

SumBlox er ungt fjölskyldufyrirtæki. Fyrirtækið er enn lítið en fer ört stækkandi því sífellt fleiri hafa uppgötvað hversu vel kubbarnir henta til að efla talnaskilning barna. Samkvæmt umhverfisstefnu fyrirtækisins, frá 1. júní síðastliðnum, hafa framleiðendur SumBlox skuldbundið sig til að gróðursetja eitt tré fyrir hvern seldan kassa af stærra SumBlox kubbasettinu. Fyrir hverja tvo kassa af minna settinu er einnig gróðursett eitt tré.

Til að auðvelda vinnuna koma hér nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að nota kubbana.


Turn í réttri röð

Þessi leikur er til að æfa talnaröð frá einum og upp í tíu og frá tíu niður í einn.
Börnin fá tilfinningu fyrir því að erfiðara er að byrja á smæstu tölunni og enda á þeirri stærstu. 

Stiginn

Þessi leikur hvetur börnin til að finna út hvaða tvær lægri tölur, eða fleiri, verða jafn stórar og önnur stærri.
Með því að stafla þeim hlið við hlið geta þau búið til stiga. Í þessum leik er tilvalið að skoða hvort stigarnir
eru mis stöðugir eftir því í hvaða röð tölunum er raðað.

Tíu turninn

Í þessum leik á að finna hvaða tölur gefa summuna tíu og byggja þannig „tíu turn“.
Svona æfing er byrjun á samlagningu og býr til færni í að takast á við flóknari verkefni.
Hver nær að byggja hæsta tíu turninn?

Brúin

Hugtakið „jafnt og“ fær alveg nýja vídd  þegar börnin raða tölum upp hlið við hlið til og finna þannig hvaða tölur eru jafn stórar. Hvetjið börnin til að nota fleiri en tvær tölur til að fá útkomu sem er jafn stór tíu.
Á hversu marga vegu er hægt að fá útkomu sem er jafn stór og tíu?

                       

Margföldun

Þessi leikur er tilvalinn til að æfa margföldun. Börnin geta unnið saman að því að búa til veggi út frá stórri tölu.
Þannig læra þau hvaða minni tölur eru margfeldi af hverri. 

Almenn brot

Þetta er flóknari leikur en getur nýst eldri börnum þegar vinna á með almenn brot.
Til dæmis þegar finna á samnefnara eða leggja saman almenn brot, þá er gott að geta haft hendur á tölunum.

 

Ef þið smellið á þessar krækur getið þið fræðst enn frekar um SumBlox kubbana og alla þá möguleika sem þeir bjóða upp á, bæði í leik og kennslu.

Kennsluhugmyndir með SumBlox, nánari útfærsla

Myndbönd af börnum að leik með SumBlox

Grein um uppgötvunarnám í gegnum SumBlox

Um fyrirtækið

Um umhverfisstefnu SumBlox