Kinderfeets® er vörumerki hins margverðlaunaða hönnuðar frá Hollandi, Oscar V. Mulder. Oscar ólst upp við mikla hjólamenningu í heimalandinu og vildi deila þessum lífsstíl með tveggja ára syni sínum, Sebastian þar sem þeir bjuggu í San Fransisco. Oscar leitaði að hinu fullkomna byrjenda hjóli fyrir Sebastian, en fann aldrei nákvæmlega það sem hann var að leita að. Langafi Oscars var hollenskur hjólahönnuður og hönnuður af atvinnu. Oscar tók málin í sínar hendur, stökk í djúpu laugina og bjó til frumgerð af hinu fullkomna hjóli. Þegar hann og sonur hans fóru að rúnta um hverfið fóru nágrannarnir að spyrjast fyrir um hjólið og hvöttu Oscar til að framleiða hjólið fyrir almenning! Stuttu síðar stofnaði hann Kinderfeets®.

Hugmyndin á bak við Kinderfeets hjólin kemur frá hefðbundnum hollenskum hjólum. Kinderfeets er orðaleikur og kemur af hollenska orðinu ''kinderfiets'' sem þýðir barnahjól. Kinderfeets er lítið byrjendahjól með lágum ramma án pedala sem auðveldar börnum að ná niður, besta leiðin til að undirbúa börn fyrir að læra að hjóla hjóli í fullri stærð. Þessi margverðlaunuðu hjól eru umhverfisvæn og er hönnunin einkavarin.

Önnur ný vara er dúkku-/gönguvagninn. Hann er hannaður sem dúkkuvagn en er einnig hægt að nota sem hjálpartæki þegar börn eru að taka fyrstu skrefin. Jafnvægisbretti (Kinderboard®) er ótrúlega fjölhæft leikfang sem hægt er að nota á marga vegu; halda jafnvægi á því, snúa því á hvolf og renna sér eða jafnvel liggja og lesa bók. Best er að gefa ímyndunaraflinu einfaldlega lausan tauminn þegar leikið er með brettið. Allar vörurnar eru handgerðar úr beykitrjám eða bambus - endurnýjanlegri auðlind. Dekkin eru viðhaldsfrí og úr niðurbrjótanlegu efni. Umbúðir utan um vörurnar, sem eru í algjöru lágmarki, eru úr endurunnum pappír. Öll málning og lakk er eiturefnalaus!

Gamalt amerískt orðatiltæki segir ,,treat the Earth well…we are borrowing it from our children”. Þegar Kinderfeets hóf framleiðslu vildi fyrirtækið fjárfesta í framtíð barnanna. Kinderfeets planta trjám fyrir hvert selt hjól í samstarfi við samtökin Trees for the Future! Fyrirtækið vann nýverið Toy Man® Eco-Recognition Seal, verðlaun sem veitt eru framleiðendum er huga verulega að vistfræðilegum þáttum í rekstri sínum. Barnabörn okkar munu njóta góðs af umhverfisvitund okkar.

Öll vörulína Kinderfeets hvetur börn til virkra og ævintýralegra leikja með foreldrum sínum. Vörurnar gefa börnum tækifæri til að láta ímyndunaraflið taka völdin og þær er hægt að nota á fleiri en einn veg og vaxa með barninu.