Fróðleikur

Afhverju ætti ég að velja opinn efnivið fyrir barnið mitt?

,,Því óvirkara sem leikfangið er, því virkari verður leikurinn'' Eftir að hafa eytt handlegg í gjafir eru foreldrar oft hissa á því að barnið vilji frekar leika með pappakassann utan af leikfanginu en leikfangið sjálft. Afhverju ætli það sé? Hugur barna er hannaður til að læra, kanna, uppgötva og skapa. Þau prófa sig áfram með hugmyndir og prófa aftur og aftur þar til þau finna lausn sem virkar. Börn þrá tækifæri til að leyfa huganum að ráða för. Opinn efniviður hefur ekki fyrirfram ákveðið hlutverk eða útkomu. Opinn efnivið er hægt að nota á fjölbreyttan hátt og engin útkoma er...

Lesa meira →


Hefur þú prófað að setja upp leikboð?

Leikboð (invitation to play) er hugtak sem kemur úr hugmyndafræði Reggio Emilia. Reggio hvetur börn til að læra með því að rannsaka. Þú útvegar efniviðinn sem ‘’býður börnunum í leik’’ á skapandi hátt, án ákveðinnar tilskipunar og án væntinga um endanlega útkomu. Það þarf alls ekki að vera flókið að setja upp leikboð (einfalt er að okkar mati langbest). Það þarf ekki heldur að eiga nein ákveðin leikföng! Bara það sem til er hverju sinni, hvort sem það eru leikföng, eldhúsáhöld eða jafnvel bara vatn og ílát. Mjög einfalt leikboð getur verið t.d. að raða upp nokkum kubbum á gólfinu á...

Lesa meira →