Leikboð (invitation to play) er hugtak sem kemur úr hugmyndafræði Reggio Emilia. Reggio hvetur börn til að læra með því að rannsaka.
Þú útvegar efniviðinn sem ‘’býður börnunum í leik’’ á skapandi hátt, án ákveðinnar tilskipunar og án væntinga um endanlega útkomu.

Það þarf alls ekki að vera flókið að setja upp leikboð (einfalt er að okkar mati langbest). Það þarf ekki heldur að eiga nein ákveðin leikföng! Bara það sem til er hverju sinni, hvort sem það eru leikföng, eldhúsáhöld eða jafnvel bara vatn og ílát.

Mjög einfalt leikboð getur verið t.d. að raða upp nokkum kubbum á gólfinu á leiksvæðinu. Næsta skref getur verið að setja körfu með fylgihlutum (viðardýrum, bílum o.s.frv.) hjá kubbunum.

Við viljum skora á ykkur að setja upp einfalt leikboð fyrir börnin og sjá hvaða áhrif það hefur! Eruð þið tilbúin í þessa áskorun?
Endilega deilið leikboðinu í story á Instagram & merkið okkur @playroom.is (ef þið eruð með læst instagram þá væri frábært að fá sendar myndir)

 Hlökkum til að heyra frá ykkur!