,,Því óvirkara sem leikfangið er, því virkari verður leikurinn''

Eftir að hafa eytt handlegg í gjafir eru foreldrar oft hissa á því að barnið vilji frekar leika með pappakassann utan af leikfanginu en leikfangið sjálft. Afhverju ætli það sé?

Hugur barna er hannaður til að læra, kanna, uppgötva og skapa. Þau prófa sig áfram með hugmyndir og prófa aftur og aftur þar til þau finna lausn sem virkar. Börn þrá tækifæri til að leyfa huganum að ráða för.

Opinn efniviður hefur ekki fyrirfram ákveðið hlutverk eða útkomu. Opinn efnivið er hægt að nota á fjölbreyttan hátt og engin útkoma er rétt eða röng. Efniviðurinn er hvetjandi, ýtir undir sköpunarkraft, ímyndunarafl og tjáningu þannig að hugmyndir barnanna fái að njóta sín.

Markmiðið með opnum efnivið er að öll börn fái að njóta sín á eigin forsendum, ekki er keppst um að ná loka útkomu á ákveðnum hraða, æfa skapandi og gagnrýna hugsun, efla samskipti og samvinnu. Höfða til sköpunar krafts og leikgleði sem heldur öllum möguleikum opnum.

 

Á barnið þitt erfitt með að detta í leik með opnum efnivið?

Ef barnið þitt er vant rafknúnum leikföngum og/eða miklum skjátíma gætirðu upplifað það áhugalaust fyrir opnum efnivið. Heilinn hefur verið skilyrtur fyrir hraða og mikla örvun. En það er ekki of seint! Það er fegurðin við heilann, hann er alltaf að þroskast.

Ef barnið þitt er ekki vant sjálfstæðum, frjálsum leik, gætir þú þurft að aðstoða það.
Hér eru tvö einföld ráð:

Leiktu með barninu! Sittu hjá barninu, vertu til staðar, og taktu jafnvel þátt í leiknum, án þess þó að stjórna leiknum! Áður en þú veist af mun ímyndunarafl barnsins taka völdin. Þetta getur einnig haft jákvæð áhrif á tengsl þín og barnsins.

Takmarkaðu skjátímann! Gefðu barninu meira rými fyrir frjálsan leik með því að takmarka skjátíma. Það getur oft verið mjög krefjandi að takmarka skjátímann, sérstaklega fyrst.

Hver er uppáhalds opni efniviðurinn á þínu heimili?