Cleverclixxx er nýtt segulkubbamerki á Íslandi sem passar fullkomnlega með segulkubbunum frá Connetix en eru með bílabrautir og fleira sem að færir leikinn upp á næsta stig!
 
Markmið Cleverclixx er að færa fjölskyldur nær í gegnum leik.
Cleverclixx gefur fjölskyldum kost á að nálgast hágæða, eflandi
leikföng sem að kveikja á sköpunarkrafti, forvitni og gleði. Þau segja að öll
börn eigi skilið tækifæri á að þroskast og læra í gegnum leik með Cleverclixx
segulkubbunum.
Til að stefna að því fer hluti af hverri sölu af Cleverclixx segulkubbunum í sjóð sem að styrkir foreldra/aðstandendur barna sem hafa ekki efni á að kaupa segulkubba og geta þá nálgast segulkubba í gegnum þennan sjóð. 
Segulkubbarnir frá Cleverclixx eru stabílir, sterkir og öruggir.
Því sterkari sem segullinn í segulkubbum er því auðveldara er að byggja háar og
flottar byggingar og henta því Cleverclixx vel til þess að byggja bæði í 2D og
3D.
Segulkubbar flokkast sem opinn efniviður sem eflir
ímyndunarafl, sköpunarkraft og leikgleði barna gjarnan. Þau geta skapað sitt
eigið leiksvið og hefur efniviðurinn ekkert fyrirfram ákveðið hlutverk.
Passar Cleverclixx við Connetix?
- Já! Segulkubbarnir frá Cleverclixx passa fullkomnlega saman við segulkubbana
frá Connetix.
Afhverju segulkubbar?
- Við mælum með því að kaupa opinn efnivið á öll heimili. Góðir kubbar eru
fjárfesting sem eldist vel með börnum. Það er vítt aldursbil sem hefur gaman að
því að leika sér með kubba og eru segulkubbar engin undantekning þar.
Frá hvaða aldri er hægt að nota segulkubba?
- Fyrir yngri börn getur verið einstaklega gaman að horfa í gegnum segulkubbana
og sjá hlutina í öðrum lit.
Við mælum með að þið fylgið okkur á samfélagsmiðlum og fáið
hugmyndir að leikboðum, hugmyndum og hvernig hægt er að leika með leikföngin
frá okkur á ýmsa vegu!