SumBlox byrjendasett

12.900 kr

UPPSELT

Byrjendasett SumBlox er fullkomið fyrir börn sem eru að stíga fyrstu skrefin í stærðfræði. 

Í settinu eru 27 SumBlox kubbar úr gegnheilum við sem hjálpa börnum að þróa talnaskilning. Í settinu eru tíu 1 kubbar, ein tía, og tveir af hverjum 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 kubbum, samtals 27 kubbar.

SumBlox kubbarnir voru þróaðir til að hjálpa börnum að læra stærðfræði í gegnum leik. Með áþreifanlegum hætti kanna börnin nýjar hugmyndir þar sem stærð hvers kubbs endurspeglar tölugildi hans. Að handleika tölurnar hjálpar börnunum á leið þeirra til skilnings.

Byrjendasettið er því tilvalið fyrir unga og upprennandi stærðfræðinga. Kubbarnir frá SumBlox henta alls staðar þar sem börnum bjóðast fjölbreyttar leiðir til náms.

Hér má lesa nánar um vörumerkið & fá hugmyndir um notkun á kubbunum.