Leikur er grunnþáttur í lífi allra barna og gegnir mikilvægu hlutverki í þroska þeirra. Hjá Playroom leggjum við ríka áherslu á að styðja við leik og sköpun barna og veljum leikföng út frá þeirri hugsun. Við vitum að leikur er mikilvægur öllum börnum og að leikur er svo miklu meira en bara leikur. Leikur barna leggur grunn að námsferli, samskiptum og þroska barna.

Við trúum að leikur sé lykilþáttur í þroska barna. Með opnum efnivið og frjálsum leik geta börn þróað hugmyndir, eflt skapandi hugsun, eflt rökhugsun og samskiptahæfni sem mun fylgja þeim allt þeirra líf!

Hvers vegna er leikur mikilvægur?

Leikur er ekki aðeins skemmtilegur fyrir börn heldur er hann einstaklega mikilvægur! Leikur er nauðsynlegur fyrir líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska.

Hérna eru nokkrir punktar sem að við teljum að leikur stuðli að:

  1. Félagsleg færni: þegar börn eru í leik þurfa þau gjarnan að ræða saman, ákveða leikinn sín á milli, vinna saman, deila með hvort öðru og læra af hvort öðru!

  2. Stuðlar að skapandi hugsun: Með opnum efnivið í leik geta börn byggt upp hugmyndir og prófað nýjar leiðir til að leysa vandamál. Hvað gerist ef þessi kubbur fer hingað?

  3. Líkamlegur þroski: Leikur hvetur oft til hreyfingar, sem er grundvallaratriði fyrir líkamlegan þroska. Börn þróa styrk, jafnvægi og samhæfingu í gegnum leik, sem stuðlar að heilbrigði þeirra. Hjá okkur finnur þú fjölda af hreyfileikföngum sem hægt er að nota inni þegar tími gefst ekki fyrir útiveru.

  4. Andlegur þroski: Leikur örvar skapandi hugsun og hvetur börn til að leysa vandamál. Þau læra að hugsa sjálfstætt, þróa hugmyndir og framkvæma þær í leiknum. Þetta eykur sjálfstraust og sjálfsvitund.

  5. Tilfinningalegur Þroski: Leikur gefur börnum tækifæri til að vinna úr tilfinningum. Með því að leika sér í hlutverkaleik sem dæmi. Þar spegla börn oft það sem þau hafa séð og upplifað ásamt því að prófa sig áfram.

Hvað gerir Playroom til þess að stuðla að þroska barna?

Eigandi Playroom er menntaður og starfandi kennari með gríðarlegan áhuga á leikföngum, þroska og uppeldi barna. Leikföngin eru þannig valin inn út frá þeirri hugsun, menntun og reynslu. Við hjá Plauroom leggjum ríka áherslu á leikföng sem hafa jákvæð áhrif á þroska og gleði barna. 

Við leggjum mikla áherslu á opinn efnivið sem gefur börnum tækifæri til þess þroskast og leika á eigin forsendum. Þannig efla þau ímyndunaraflið og sköpunarkraft sinn.

Við hvetjum til frjáls leiks. Við trúum að börnin þurfi rými og tíma til þess að leika frjálst. Að þau séu ekki ávallt í stýrðum leik og þess vegna hvetjum við meðal annars gjarnan til leikboða og höfum sett upp leikboð á samfélagsmiðlum sem hægt er að prófa sig áfram með! Endilega fylgið okkur á samfélagsmiðlum til að taka þátt í því :) @playroom.is á helstu samfélagsmiðlum!

Hafðu samband!

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi rétt val á leikföngum fyrir ákveðinn aldur getur þú alltaf sent okkur skilaboð á playroom@playroom.is eða á samfélagsmiðlum og við gerum okkar allra besta til að aðstoða þig við að finna réttu gjöfina! Við erum alltaf til í aðstoða og stuðla að leik!