Garðsett

5.590 kr

 

Garðyrkja er yndislegt áhugamál sem þú getur deilt með barninu þínu! Börnum finnst alltaf gaman að taka þátt í daglegu amstri. Með garðsettinu getur það t.d. mokað moldina, plantað fræjum, og fylgst með plöntunni vaxa.

Settið inniheldur blómapott, vatnskönnu, skóflu og klóru.

Varan er frá Plan Toys en Plan Toys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.