Frískandi pakki - Rakakrem og hreinsir

7.990 kr

Í þessum pakka færð þú það sem þarf til þess að byrja auðvelda húðrútínu og læra að hugsa um húðina. Í pakkanum er bæði hreinsir og krem sem hjálpar þér að halda húðinni heilbrigðri, ljómandi og uppfullri af raka.

Hvað er í pakkanum?
120ml hreinsir: Hreinsirinn fjarlægir óhreindi, olíu og annað sem sest á húðina eftir daginn og skilur því við hana hreina og það án þess að draga úr náttúrulegum raka hennar.

50ml krem: Kremið inniheldur jojoba olíu og shea butter. Kremið er sérstaklega hannað fyrir viðkvæma húð og veitir henni raka sem sér til þess að húðin ætti að haldast mjúk og uppfull af raka án þess þó að stífla svitaholur.

7-Day Skincare Challenge: Sjö daga húðrútínu hugmynd til að aðstoða þig við að koma húðrútínunni af stað.

Vörurnar eru hannaðar fyrir unga og viðkvæma húð. Þær hafa nærandi áhrif ásamt því að vera rakagefanda. Þær eru gerðar úr náttúrulegum og eiturefnalausum efnum og ættu því ekki að hafa ertandi áhrif. 

Vörurnar eru gerðar í Ástralíu og er vegan svo það er hvorki prófað á dýrum né neinar dýraafurðir notaðar þegar það er búið til.

Vörurnar henta einstaklega vel fyrir

Þá sem vilja blíðar vörur fyrir andlitið án skaðlegra efna.

Þá sem eru ekki tilbúnir til þess að nota vörur sem eru hannaðar fyrir fullorðna húð.

Þá sem eru með viðkvæma húð og vilja nota efni sem henta fyrir hana.

Þau sem eru farin að sýna húðumhirðu eða ,,skincare" áhuga, og kjósa að nota vönduð, náttúruleg efni til þess að sinna því áhugamáli.

Formúlan á bakvið Oh Flossy vörurnar var þróuð af snyrtifræðing án kemískra- og rotvarnarefna. Formúlan á bakvið vörurnar er eiturefnalaus og innihaldsefnin eru 100% náttúruleg og vegan svo vörurnar ættu ekki að erta viðkvæma húð. Kremið er hannað sérstaklega fyrir unga viðkvæma húð, er PH jafnað og gert í Ástralíu.

Allar vörurnar frá Oh Flossy eru án parabena, nanóagna, þalata, jarðaolíu, PEG og talkúm. ( parabens, nano-particles, phthalates, petroleum (and petroleum by-products), PEG's and talc.)
Frekari upplýsingar um innihaldsefni Oh Flossy má nálgast hérna