Naglalakk - margir litir

2.190 kr

Color

Fallegu og litríku naglalökkin frá Oh Flossy henta fullkomnlega fyrir þau sem hafa áhuga á að skreyta á sér neglurnar og hafa unun af litadýrð. Með því að bæta naglalakkinu frá Oh Flossy við á heimilið getur barnið naglalakkað sig án skaðlegra efna (og án þess að laumast í naglalakkið þitt).

Naglalakkið er plant - based sem gefur því þann eiginleika að sjálf nöglin nær að anda í gegnum lakkið (naglalakkið er vegan - eins og allar aðrar vörur frá Oh Flossy). Frábært fyrir börn sem finnst gaman að lífga upp á lífið með litum.

Það sem er sérstaklega hentugt með naglalakkið er þó að það þornar hratt og örugglega - það þýðir að barnið þarf ekki að sitja kjurrt lengi og getur haldið áfram í þeim leik sem það var.

Naglaþjalirnar frá Oh Flossy sjá síðan um undirbúningsvinnuna og naglalímmiðarnir frá Oh Flossy gera síðan börnum kleift að skreyta neglurnar enn frekar og búa til allskyns listaverk. Gæti þetta orðið eitthvað meira spennandi?

Þegar það er kominn tími til þess að fjarlægja naglalakkið þá mælum við með að nota naglalakkaeyðinn frá Oh Flossy en hann leysir naglalakkið upp á örstundu.

Frekari upplýsingar um innihaldsefni Oh Flossy má nálgast hérna

Mælt með fyrir 3 ára + og undir eftirliti.