Eyrnalokkar

1.290 kr

Lífgum upp á daginn með þessum krúttlegu límmiðalokkum fyrir börn. Eyrnalokkarnir eru fullkomnir fyrir leik, hlutverkaleik, skemmtun eða í daglegu amstri. Í pakkanum koma 30 ólíkir lokkar ( til dæmis hjörtu, blóm, regnbogar og jarðaber). Eyrnalokkarnir eru hannaðir með börnin og öryggi þeirra í huga og eru því gerðir úr eiturefnalausu efni sem var valið vegna lágs ofnæmisstuðuls þess.

Það er bæði auðvelt að festa lokkana á og fjarlægja þá svo að upplifun barnanna ætti að vera skemmtileg og skrautleg. Eyrnalokkarnir henta einstaklega vel til að leyfa börnunum okkar að sýna sína listrænu hlið og skreyta sig eins og þau vilja (en hönnunin er samt það sæt að hún gleður líka þá fullorðnu).

Myndirnar eru handteiknaðar af áströlsku listakonunni Rosu Ronco og eru myndirnar hugsaðar til þess að efla leikgleði, hugmyndarflug og gleði barnanna enn frekar.

Mælt með fyrir 3+ og undir eftirliti.