Litir fyrir segulvegginn

2.990 kr

Leyfðu innri listamanni barnsins að skína með litunum frá TixMix. Litirnir eru hannaðir fyrir segulvegginn frá TixMix.

Litirnir eru skærir, fallegir og með einstaklega þægilegt grip fyrir börn. Litirnir eru einnig mjúkir og því er þægilegt og skemmtilegt að lita með þeim.

Í pakkanum er fjölbreytt litaúrval sem hentar vel fyrir börnin til þess að efla skapandi hlið sína, blanda litum saman og bera þá saman.
Litirnir eru gerðir úr vönduðu vaxi sem gerir þá mjúka og þægilega notkunar.
Litirnir eru í ,,lipstick tube" svo að auðvelt er að halda á þeim og að geyma þá.

Litirnir eru hannaðir til þess að 
-Efla sköpun og ímyndunarafl barnsins. Litirnir gefa börnunum tækifæri til þess að tjá sig og sína sköpun í gegnum teikningar.
-Efla fínhreyfingar. Þegar börnin halda á litunum frá TixMix og lita með þeim æfa þau fínhreyfingar sínar ásamt því að efla samhæfingu milli handa og augna.
-Hvetja börn til þess að læra litina.

Hvort heldur sem litirnir eru notaðir til þess að teikna, lita eða föndra þá munu þeir gleðja og gera heim barnanna litríkari og skemmtilegri.

Það er auðvelt að þrífa litina af segulveggnum með vatni.
Litirnir eru öruggir fyrir börn og án eiturefna.