Klifurstigi

9.990 kr

Geturðu klifrað alla leið upp á topp? Kinderfeets klifurstiginn sveiflast og hreyfist af krafti við hvert skref sem styður við þroska skynfæranna, jafnvægis, samhæfingar, grófhreyfinga, líkamsvitundar og styrks.

Stiginn er léttur, auðveldur í uppsetningu og fer ekki mikið fyrir honum í geymslu.
Viðarlásar, nylon reipi og karabínur tryggja stöðugleika og öryggi fyrir barnið þitt. (Mikilvægt er að athuga hvort allir hnútar og lásar séu rétt festir áður en stiginn er notaður).
Handgerður úr birkivið, beyki og náttúrulegu reipi. Lakkaður með eiturefnalausu og náttúrulegu vatnslakki fyrir aukin þægindi við leik og auðveldari þrif.
Hægt er að nota stigann bæði úti og inni en hann ætti alltaf að geyma inni þegar hann er ekki í notkun.
Aldrei skilja barn eftir eftirlitslaust við leik í stiganum!

Þyngd vöru: 1.5 kg
Mál vöru: 40 x 3 x 150 cm
Lengd reipis: 1.8 - 2.1 m
Hámarksþyngd: 60 kg
Hentar börnum frá 3ja ára aldri.