Kandokutter

9.900 kr

 

Að elda og að útbúa sér mat og snarl er mikilvægur þáttur í lífi margra. Hefðbundnir hnífar geta verið erfiðir notkunar fyrir marga og getur þeim fylgt áhætta eins og þegar þeir renna til og á þá fólk í hættu á að skera sig.

KandoKutter hnífurinn var hannaður með fólk með fatlanir í huga. Til þess að allir hafi þann möguleika á að útbúa sinn mat ef áhugi er á. Hnífurinn er í hentugri stærð fyrir fullorðna og hentar bæði fyrir rétthenta og örvhenta. 

Hnífurinn er öryggishnífur og virkar eins og Kiddikutter þar sem hann sker flestan mat en ekki húð.

Hnífurinn hentar því einstaklega vel fyrir þá sem sem eru með slaka sjón eða með slaka eða takmarkaða hreyfifærni. Hnífurinn hentar þó öllum og er tilvalinn í öll eldhús.

Hnífurinn er gerður úr stáli og er með handfang úr náttúrulegum við.

Það þarf að handþvo hnífinn.

Blaðið er 15cm og handfangið er 14cm sem gerir hnífinn 29cm í heildina.
Mælst er með því að bera ólívu olíu eða kókosolíu af og til á handfangið á hnífnum til þess að halda honum við.