Dýralæknasett

6.490 kr

Þekkiru lítinn dýralækni? Fullkomin gjöf fyrir þau börn sem eiga þann draum að verða dýralæknir eða hafa mikinn áhugsa á dýrum. Með þessu fallega og skemmtilega setti geta börnin skoðað dýrin, hlúð að þeim og læknað þau.

Dýralæknasettið frá PlanToys inniheldur sprautu, hitamæli, hlustunarpípu, meðal, plástur, kraga, 2 röntgen myndir og læknatösku.

Varan er frá Plan Toys en Plan Toys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.