100 talna kubbar

7.992 kr 9.990 kr

Lærum litina og tölurnar í gegnum leik með 100 talna kubbunum frá Plan Toys. Hægt er að æfa talningu, flokkun, að stafla og að raða kubbunum upp í munstur og búa þannig til allskonar fallegar myndir eða munstur.

Með í pakkanum fylgja 20 spjöld með leiðbeinandi myndum sem hægt er að nota og herma eftir en einnig geta börnin búið til myndir eftir sínu eigin höfði.

Það eru óteljandi leiðir til þess að leika með fallegu og skemmtilegu 100 talna kubbana frá Plan Toys. Fullkomið fyrir litla stærðfræðisnillinga.

100 talna kubbarnir eru frá Plan Toys en Plan Toys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.