Spegill

3.990 kr

Spegill sem er hannaður fyrir Tix&Mix segulvegginn. Spegillinn er ekki gerður úr gleri eða brothættu efni heldur er hann hannaður fyrir börn úr barnvænum efnum.

Núna getur barnið speglað sig þegar það leikur sér í Tix&Mix segulveggnum. Mörgum börnum þykir gaman að horfa á sig í spegli, gretta sig, æfa sig að að gera hreyfingar með augum, munni eða nefi og núna geta þau horft á sig á meðan þau gera það.

Meira en bara spegill - þetta er gluggi inn í ævintýraheim barnsins þar sem það getur núna raðað allskonar fígúrum í kringum sig. Sjáið hvernig sögurnar og leikurinn breytist þegar barnið verður orðinn hluti af söguþræðinum.

Markmiðið með speglinum er meðal annars að
-Auka sjálfstraust og sjálfsöryggi barnsins - mörgum börnum þykir gaman að sjá sig.
-Efla ímyndunarafl og hlutverkaleik barnanna.
-Efla málþroska barnanna þar sem þau geta æft munnhreyfingar og grettur í speglinum sem örvar vöðvana í andlitinu.