Um Just Blocks
Við heitum Agata og Sławek, og við erum stofnendur litla fjölskyldufyrirtækisins Just Blocks.
Við eigum tvö börn og eftir að við eignuðumst þau, fengum við hugmyndina að kubbunum. Við komumst að því hversu erfitt það var að finna náttúruleg leikföng fyrir skapandi leik. Sumt af því sem við keyptum eða fengum að gjöf studdi ekki við þroska barnanna og, þó það hljómi undarlega, kom í veg fyrir sköpunargleði. Við fengum líka nóg af öllu því plasti sem tröllríður leikfangamarkaði heimsins.
Við bjuggum fyrstu kubbana til fyrir fjölskylduna okkar. Við bjuggum þá til úr furu sem við fengum frá smíðaverkstæði í nágrenni okkar. Og þannig byrjaði sagan af Just Blocks. Með því að fylgjast með börnunum okkar byggja, skipuleggja og leika sér saman sáum við að kubbarnir okkar voru alveg einstakir. Þeir buðu upp á ótakmarkaða möguleika og börnin okkar gátu þróað sköpunargleði sína í leik.
Það var svo árið 2018 sem við ákváðum að stofna vörumerkið okkar, og kalla vöruna einfaldlega „Just Blocks“.
Við skiptum furunni út fyrir beyki, bjuggum til vefsíðu og stofnuðum Instagram reikning og ævintýrið með myllumerkinu #open-endedtoys var hafið. Instagram notendur voru duglegir að merkja myndir af börnum sínum að leik og við gátum sýnt vöruna okkar.
Við byrjuðum að framleiða kubbakassa sem vógu 15 kíló, en í dag bjóðum við upp á fjórar stærðir af kubbakössum - og við erum enn að þróa vöruna okkar.
Okkur er annt um umhverfið og leggjum mikla áherslu á að nota aðeins pólskt beyki, við notum enga málningu, olíur eða rotvarnarefni við framleiðslu kubbanna, svo pökkum við öllum okkar vörum í pappa og notum pappírslímmiða. Við veljum birgja okkar líka vandlega, fylgjumst með hvernig þeir nálgast viðinn, meðhöndla hann og almennri vinnusiðfræði fyrirtækjanna.
Með því að nota einföld hráefni í Just Blocks kubbana eru ungir hönnuðir hvattir til leiks, og með því að bæta við fleiri formum fá eldri börn og fullorðnir einnig tækifæri og áskoranir til að byggja flóknari byggingar.
Í byrjun árs 2020 sýndum við vöruna okkar í fyrsta sinn á alþjóðlegu leikfangasýningunni í Nürnberg, Þýskalandi. Við stefnum að því að fara þangað aftur á komandi árum.
Við erum mjög þakklát fyrir að svo margt fólk, um heim allan, hefur sýnt okkur traust með því að kaupa vöruna okkar, en nú er hægt að fá Just Blocks víða í Evrópu, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Kína.
Við erum spennt fyrir næstu áskorunum!