Að setja upp segulvegg frá Tix Mix og umhirða hans
Hvernig á að setja upp segulvegginn frá Tix Mix?
1.Opnaðu boxið og rúllaðu segulveggnum út svo hann sé flatur. Láttu eitthvað þungt á enda á segulveggnum svo að það sléttist sem mest úr honum. Þá er auðveldara að festa hann upp.
2.Þvoðu vegginn þar sem að þú ætlar að festa segulvegginn. Mikilvægt er að veggurinn sé orðin þurr og hreinn þegar segulveggurinn er settur upp.
3.Byrjaðu á að festa neðra hornið hægra megin. Þá tekur þú filmuna af og leggur hornið varlega á vegginn. Síðan fjarlægir þú filmuna hægt og örugglega af á meðan þú festir segulvegginn á vegginn. Þú byrjar neðst og vinnur þig upp. Þú slettir úr segulveggnum jafnóðum. Við mælum með að kíkja á myndböndin okkar á tikok og instagram ef þið eruð óörugg.
4. Því fastar sem þú þrýstir á segulvegginn því fastar festist hann. Ef þú stefnir á að færa segulvegginn þá mælum við ekki með að þrýsta fast á hann þegar hann er settur upp. Reyndu að koma í veg fyrir allar loftbólur undir með því að nota eitthvað hart eins og bók.
5.Ef þú ætlar að færa segulvegginn. Skalt þú hægt og örugglega fjarlægja hann af veggnum í 45 gráðum. Einnig er hægt að nota hárþurrku og blása heitu lofti um leið og segulveggurinn er varlega fjarlægður. Taktu segulvegginn eins hægt af og þú getur, ef það verður eitthvað eftir á veggnum er gott að þrífa það af með heitri, rakri tusku.
Síðan skalt þú leggja bláu varnarfilmuna sem fylgdi með á límhliðina, rúlla segulveggnum upp og mælt er með að geyma hann í umbúðunum sem hann kom í.
Umhirða segulveggsins
Mælt er með að þrífa segulvegginn með rakri, mjúkri, microfibre tusku.
Ráðlagt er gegn því að láta það sem skrifað er á vegginn standa of lengi þar sem erfirðara verður að þrífa það.
Ekki er mælt með því að festa segulvegginn á veggfóður né nýmálaða veggi.
Tix Mix og endursöluaðilar Tix Mix bera ekki ábyrgð ef málning flagnar eða aðrar skemmdir á veggjum eiga sér stað.
Mælt er með því að halda því í lágmarki eða færa segulvegginn til þess að hann endist sem lengst.
Mælt er með að athuga fyrst hvort að prufan sem fylgir með passi á vegginn. Segulveggurinn ætti að límast á flestar tegundir veggja en nokkrar undantekningar eru. Sjá hér:
Stain resistant paint málning - málning sem er hönnuð til að hrinda frá sér mun ekki gefa segulveggnum færi á að haldast.
Veggir með grófri málningu. Ólíklegt er að segulveggurinn haldist á grófum veggjum eða veggjum sem málaðir eru með grófri málningu.
Veggir með veggfóðri. Ólíklegt er að segulveggurinn límist á veggfóður.
Veggir sem hafa verið málaðir fyrir löngu og eru byrjaðir að flagna eða fá brot í málningu eru ólíklegir til þess að halda segulveggnum uppi.
Mikilvægar upplýsingar:
Ef veggurinn er nýmálaður er mikilvægt að bíða í það minnsta í 30 daga áður en segulveggurinn er límdur upp.
Tix&Mix og þar að leiðandi Playroom ehf. tekur ekki ábyrgð á skemmdum sem gætu átt sér stað á veggjum t.d. málning sem flagnar af.