Brauðhleifa sett

6.590 kr

Kanntu brauð að baka? Nú getur barnið þitt boðið upp á nýbakað brauð. Í þessu setti er brauð sem hægt er að skera, hnífur, ofnhanski, kökukefli, hveiti, hnífur til að skera deig, bökunarfat til að baka brauðið í og fleira.

Hentar einstaklega vel í hlutverkaleikinn fyrir þau börn sem hafa gaman að því að útbúa mat og halda veislur fyrir fólk, dýr bangsa eða dúkkur.

Varan er frá Plan Toys en Plan Toys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.