Hárgreiðslusett

5.990 kr

 

Núna er hægt að fara í alvöru hárgreiðsluleik með þessu fallega og skemmtilega hárgreiðslusetti! Börnin geta gert skemmtilegar hárgreiðslur í sig, fjölskyldu, vini, dúkkur eða bangsa! Þetta sett hentar einstaklega vel fyrir þau börn sem hafa gaman að hlutverkaleik!

Þetta sett getur einnig verið mjög sniðugt ef það eru börn sem eru smeyk við að fara í klippingu! Oft hjálpar þeim að leika og upplifa eitthvað í sínu umhverfi áður en þarf að takast á við verkefni.

Settið inniheldur skæri, hárþurrku, greiðu, sléttujárn, rakvél og mittistösku.

Varan er frá Plan Toys en Plan Toys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.