Býflugnabú

5.990 kr

Býflugabúið frá Plan Toys er ótrúlega falleg og skemmtileg vara. Þessar sex krúttlegu og litríku býflugur vilja komast í býflugabúið sitt. Börnin efla því fínhreyfingar, læra litina og að telja. Töng fylgir með til að setja býflugurnar í búið sitt, þau yngstu geta notað fingurna til að einfalda leikinn.

Varan er frá Plan Toys en Plan Toys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.