Ávextir

5.990 kr

Hollir og góðir ávextir á boðstólnum!
Settið inniheldur bakka, hníf, appelsínu, sítrónu, kiwi, jarðarber og epli.

Börnin geta skorið ávextina og fest þá aftur saman. Fullkomið í hlutverkaleikinn. Núna geta börnin boðið böngsunum og dúkkunum upp á ávaxtastund alveg eins og mamma og eða pabbi gera.

Ávextirnir eru frá Plan Toys en Plan Toys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.