Stór þroskakassi bleikur

8.690 kr

Fullkomið leikfang fyrir áhugasöm börn! Þessi dásamlega fallegi viðar þroskakassi frá Little Dutch býður upp á fjölda möguleika.

Þegar börnin leika með þroskakassann geta þau meðal annars æft sig að setja form eða fígúrur á réttan stað, snúið myndum sem sýna fjölda og tölu, farið með fígúrur í þrautabraut, fært eftir ákveðinni leið og margt margt fleira.

Þessi dásamlegi þroskakassi hefur jákvæð áhrif á fínhreyfingar, þolinmæði, þrautseigju og gleði barnanna ásamt því að bjóða upp á margar klukkustundir af leik og að vekja með börnunum forvitni og rökhugsun.

Þroskakassinn úr þessari línu er með dásamlega fallegri mynd ofan á.

Hægt er að setja lokið ofan í kassann til þess að hann geymist betur (ef hann er ekki notaður sem skrautmunur í barnaherbergið).

Hentar vel frá 18 mánaða aldri.