Grænmeti

5.990 kr

Núna geta börnin boðið upp á hollt og gott millimál með grænmetisbakkanum frá Plan Toys. Það sem gerir ferlið enn skemmtilegra er að börnin fá hníf og bretti með til þess að skera grænmetið í sundur áður en þau raða því upp og bjóða öðrum með. Ætli þau bjóði þér upp á grænmeti? Eða kannski böngsunum sínum?

Settið inniheldur bakka, hníf, tómat, svepp, lauk, papriku og gúrku.

Varan er frá Plan Toys en Plan Toys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.