Stærðfræði bingó

8.990 kr

Þekkir þú stærðfræðisnilling?

Stærðfræðibingóið frá Plan Toys er ekki eins og hið hefðbundna bingó. Stærðfræðibingóið er bæði skemmtilegt, þroskandi og tilvalið til þess að efla stærðfræðiþekkingu barnanna. Sá sem fær fjóra í röð vinnur!

Í pakkanum eru 2 bakkar, 32 peð, 32 peningar með tölum, 64 reiknispjöld og poki til þess að geyma bingóið í.

Fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.