Hvítur refur

4.242 kr 4.990 kr

Mjúkur, krúttlegur og einstaklega vinalegur refur fyrir börnin. Hvíti refurinn frá Jellycat er alltaf til í knús, kaffiboð eða spjall við börnin. Það er einstaklega gott að strjúka nefið á refnum ásamt því að loppurnar eru með þyngingum sem gerir knúsið ennþá þægilegra og þéttara. Augun eru björt, skottið er loðið og mjúkt sem gerir það mjög þægilegt viðkomu og að strjúka því við andlit eða hendi.

Bangsarnir frá Jellycat eru ekki bara mjúkir og skemmtilegir heldur líka einstaklega fallegir og henta því mjög vel upp á hillu eða með í myndatökuna.

Ef þú ert að leita að fyrsta bangsanum fyrir barn þá mælum við sérstaklega með Jellycat böngsunum

Þessi bangsi er 31cm.