Dagatal (litabók) frá Little Dutch

1.522 kr 1.790 kr

Gerum niðurtalninguna til jóla rólegri og þægilegri með dásamlega dagatalinu frá á Little Dutch. Dagatalið inniheldur 24 einstakar myndir sem að börnin geta litað. Við mælum með að lita myndina eftir skóla/leikskóla til þess að slaka á og ná sér niður. Ein mynd á dag getur haft gífurleg áhrif á líðan og spennu barnanna.

Það eru meðal annars myndir af krúttlegum sjónkarli, glitrandi jólatré og snjókarli. Við mælum með að tilla sér niður og lita með barninu. Það skiptir engu máli hvort að börnin lita út fyrir línurnar, innan þeirra eða hvað - list er list og á meðan börnin eru glöð erum við að hafa jákvæð áhrif á líðan þeirra!

Jólin eru hátíð barnanna og með því að setjast niður í notaleg heitum getið þið átt dásamlega samverustundir saman.

22x26x1,8

3+