BBQ grill

6.367 kr 7.490 kr

Er kominn tími til að bjóða í grillveislu?

Með þessu fallega bbq grilli hefur litli kokkurinn á heimilinu allt til alls til að bjóða í dýrindis grillveislu. Grill settið býður upp á marga klukkutíma af hlutverkaleik og gleði.

Í settinu eru allar nauðsynjar til þess að grilla, má þá nefna tangir, spaði, grillspjót og fleira. Börnin geta undirbúið grillið með því að lyfta upp grindinni og bæta kolum á, alveg eins og á alvöru kolagrilli.

Fjölbreytt og girnileg úrval af grænmeti fylgir sem hægt er að raða girnilega á grillspjótin. Síðan geta börnin búið til girnilega hamborgara með því sem þeim þykir girnileg. Hvað finnst litla bróðir gott á hamborga? En frænku? Afa? Vini? Skemmtilegar og líflegar umræður geta skapast þar sem við þjálfum meðal annars í að virða ólíkar matarvenjur.

Í settinu koma samtals 34 hlutir. Þá grillverkfæri, tómatsósa, sinnep, fiskur, corn, pylsur, laukur, sveppir og margt margt fleira.

Fylgjumst með litla fólkinu okkar æfa sig í samskiptum, að undirbúa mat og skemmta sér!

Mælt með fyrir 3 ára og eldri.