Andlitsmálning

1.290 kr

Litir

Gefið börnunum ykkar færi á að efla skapandi hlið sína með Oh Flossy náttúrulegu andlitsmálningu sem er hönnuð fyrir börn. Andlitsmálningin er dásamleg fyrir sérstök tilefni, hlutverkaleik eða í almennum leik.

Til eru fjöldi lita þannig börnin geta skreytt sig í öllum regnboganslitum. 
Sjáðu hvernig brosið stækkar á barninu þegar það fær að mála sig og skreyta sig í framan, án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af eiturefnum á viðkvæmri húðinni.

Varan inniheldur ekki fylliefni né rotvarnarefni - aðeins hreinn litur sem ætti ekki að erta viðkvæma húð barnanna.

Hægt er að nota litina með vatni eða náttúrulega primernum frá Oh Flossy. Málningin brotnar ekki eða klofnar svo að hún ætti að haldast lengi á. 

Hvernig mælum við með að nota vöruna?

1. Náið í disk eða spegil til þess að blanda málninguna.

2. Blandið litlu magni af lit með Oh Flossy primpernum til að búa til ,,krem". Ef þið eruð ekki með primerinn frá okkur þá getið þið notað vatn eða krem.

3. Notið bursta til þess að mála á andlitið.

Þú getur síðan fært leikinn upp á næsta stig með stenslunum frá Oh Flossy.

Formúlan á bakvið Oh Flossy vörurnar var þróuð af snyrtifræðing og er án kemískra- og rotvarnarefna. Formúlan á bakvið vörurnar er eiturefnalaus og innihaldsefnin eru 100% náttúruleg og vegan svo vörurnar ættu ekki að erta viðkvæma húð.

Allar vörurnar frá Oh Flossy eru án rotvarnarefna, parabena, ilmefna, nanóagna, þalata, jarðaolíu, PEG og talkúm. (Preservatives, parabens, fragrances, nano-particles, phthalates, petroleum (and petroleum by-products), PEG's and talc.)
Frekari upplýsingar um innihaldsefni Oh Flossy má nálgast hérna

Andlitsmálningin er handgerð í Ástralíu.
Mælt með fyrir 3 ára + og undir eftirliti.