Um Lubulona

Um vörumerkið

Lubulona er barnavörumerki, stofnað í Barcelona í nóvember árið 2017. Markmiðið er að hanna og framleiða stílhreinar barnavörur úr umhverfisvænum, hágæða efnum. Lubulona vörurnar hafa mikið notagildi auk þess að vera falleg, mínímalísk og leikræn nútíma tréleikföng. Allar vörurnar eru hannaðar í Barcelona og öll framleiðsla fer fram innan Evrópu til að halda umhverfisáhrifum í lágmarki og leggja áherslu á sanngjarna framleiðslu nærri heimabyggð.

Við erum Lubulona

Við heitum Tina & Jordi: Frumkvöðlateymi í Barcelona, foreldrar tveggja drengja og stofnendur Lubulona. Tina er framleiðslu og markaðsstjóri fyrirtækisins. Hún ver líka miklum tíma með málningarbursta í hendinni og breytir viðarbútum í litrík leikföng. Jordi sér um öll samskipti við samstarfsaðila Lubulona. Hann sér um allar pantanir og að vörurnar komist hratt og örugglega til skila. Þar fyrir utan finnur hann líka tíma til að slípa, lakka og mála. Alls ekki leiðinlegt starf!

Lubu bær

Fyrsta varan okkar var Lubu bær, fjölhæft viðarleikfang. Lubu bær er leikfang sem hvetur börn til að hanna og byggja eigin byggingar og bæi. Á hönnunartíma Lubu bæjanna fengum við 3 - 6 ára börn til að leika með nokkrar tegundir kubba. Út frá leik þessara barna endurhönnuðum við og löguðum frumgerðirnar. Lokaútkoman er fjölhæft og hvetjandi leikfang sem býður upp á marga möguleika fyrir börn að leika með í skapandi leik.


Leikföng fyrir alla

Ef börnum eru aðeins gefin leikföng með sértækum möguleikum á leik, er um leið verið að þrengja möguleika þeirra og upplifun í leiknum.
Algengt er að gefa strákum kubba til að byggja með eða leikfangabíla en stelpum hins vegar dúkkur eða leikföng til að fara í alls kyns hlutverkaleiki. Að leika með kubba eykur rýmisgreind og skilning á stærðfræði á meðan hlutverkaleikir geta aukið getu barna til að setja sig í spor annarra.
Af hverju ættum við að láta markaðssetningu og staðlaðar kynjahugmyndir ákveða hvernig leikföng börnin okkar leika sér með? Lubulona leikföngin leyfa börnunum að ákveða hvað þau vilja.


Örugg og umhverfisvæn 

Öll leikföngin frá Lubulona standast evrópska staðla um öryggi og hafa jafnframt CE vottun. Við notum aðeins málningu og lím sem eru EN 71 vottuð og má því nota á leikföng. Við trúum því að það sé alveg komið nóg af plasti í heiminum og því algjör óþarfi að bæta meiru við. Öll leikföngin okkar eru búin til úr hágæða beyki og við notum umhverfisvæna pappakassa og taupoka í allar okkar umbúðir. Enga plastpoka, aldrei.
Sú staðreynd að allar okkar vörur eru framleiddar innan Evrópu hjálpar umhverfinu líka, því flutningi er haldið í lágmarki.