Skilmálar

Upplýsingar um seljanda
Playroom starfar undir fyrirtækinu Ben ehf. Kt. 460320-1190.
Playroom  áskilur sér rétt til að hætta við pantanir eða breyta verði án fyrirvara. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis eða í gegnum Facebooksíðu fyrirtækisins.

Greiðsla
Hægt er að greiða fyrir vörur með millifærslu. Sé ekki greitt fyrir pöntun innan 24 klukkutíma er hún gerð ógild.
Reikningsupplýsingar Playroom eru 0370-22-18442 og kennitala 270597-3199
Senda skal kvittun fyrir greiðslu á netfangið playroom@playroom.is

Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar og sendar með Íslandspósti innan tveggja virkra daga frá greiðslu. Þegar Playroom.is hefur afhent Íslandspósti vöruna gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspóst. Playroom.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Hægt er að sækja pantanir til okkar samkvæmt samkomulagi.

Vöruskil
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er varan endurgreidd. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það tekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.