Covid-19

Halló kæru viðskiptavinir!

Til að byrja með vil ég þakka ykkur fyrir móttökurnar sem litla netverslunin okkar hefur fengið síðan við opnuðum í október sl. Við byrjuðum einungis með eina vörutegund sem seldist upp á örfáum dögum og erum nú komin með umboð fyrir tvö frábær vörumerki sem eru í eigu fjölskyldna. Okkar áhersla er á ævintýralegan frjálsan leik sem hefur eins lítil áhrif á jörðina okkar og mögulegt er. 

Ég ætla ekki að skrifa neitt sem þú veist ekki nú þegar. Hins vegar viljum við minna þig á að við erum öll í þessu saman. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vörurnar okkar eða meðhöndlun pantana þá erum við hér til að aðstoða þig. Við mætum til vinnu alla daga reiðubúin til að veita framúrskarandi þjónustu. Ekki hika við að hafa samband við okkur, playroom@playroom.is eða á instagram síðu okkar @playroom.is.

Góð áminning á þessum erfiðu tímum:
Ekki gleyma hversu mikilvægur leikur er fyrir andlega og tilfinningalega heilsu. Það gildir bæði um börnin og okkur fullorðna fólkið. Leikur leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls, leikur er sköpun sem er aldrei rétt eða röng. Í dag er leikur & sköpun mikilvægari en nokkru sinni fyrr! Við munum komast í gegnum þennan heimsfaraldur þrautseigari, fróðari og jákvæðari en áður.

Hafið það sem allra best!

Rakel Jana Arnfjörð
Eigandi og stofnandi Playroom.is