Halastjarna regnboga

3.390 kr

UPPSELT

Kastaðu, gríptu og snúðu!

Halastjörnurnar frá Sarah's silk eru í raun mjúkir boltar þaktir silki sem er auðvelt að henda upp og grípa. Það er ekki vont að fá halastjörnurnar í sig og eru þær því tilvaldar þegar verið er að æfa sig að kasta og grípa. Halastjörnurnar skoppa líka örlítið frá jörðu og því hafa börnin fleiri möguleika til þess að grípa.

Börnin geta eflt ímyndunarafl sitt með því að leika með halastjörnurnar ásamt því að styrkja sjálfstraust sitt. Með því að leika með halastjörnurnar er einnig líklegt að hreyfing bætist í leikinn sem eflir meðal annars samhæfingu og grófhreyfingar. Möguleikarnir með halastjörnunum eru nánast óteljandi og ættu öll börn að geta gleymt sér í leik með þeim.

Öllum halastjörnunum fylgir silki poki sem hægt er að geyma halastjörnuna í.

Ekki er mælt með því að börn þriggja ára og yngri leiki með halastjörnurnar án eftirlits.